Menntaskóli Borgarfjarðar hlýtur hvatningarverðlaun

nóvember 7, 2022
Featured image for “Menntaskóli Borgarfjarðar hlýtur hvatningarverðlaun”

Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. nóvember sl. Gaman er að segja frá því að Menntaskóli Borgarfjarðar fékk hvatningarverðlaunin fyrir framsækna endurskoðun á námskrá.

Í frétta á heimasíðu skólans segir að Menntaskóli Borgarfjarðar fór í gerð þessara breytinga með það að leiðarljósi að búa nemendur sem best undir líf og störf í síbreytilegu samfélagi. Stóru málin í heiminum eins og fjórðu iðnbyltinguna, umhverfismálin og heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun, ásamt lýðfræðilegum áskorunum er kalla á aukna nýsköpun á öllum sviði mannlífs og samfélags.

Það gerir skólinn með því að leggja enn meiri áherslu á að við útskrift búi ungt fólk yfir hæfni og eiginleikum til að geta tekið þátt í að móta nýjar lausnir í góðri samvinnu við aðra og þvert á greinar til þess að mæta áskorunum í nútíð og framtíð. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun, virka þátttöku og samfélagslegar tengingar, tæknilæsi og mat á upplýsingum, öflun og miðlun þekkingar og upplýsinga með faglegum hætti, samstarfs- og samskiptahæfni, þrautseigju og mat á eigin framvindu.

Nánar má fræðast um skólaþróunarverkefni MB hér.

Borgarbyggð óskar MB innilega til hamingju með verðlaunin.


Share: