Menningarferð í Borgarnes

nóvember 21, 2008
Í dag, föstudaginn 21. nóvember, er starfsfólk menningarsviðs Reykjanesbæjar á ferð í Borgarnesi og kom m.a. í Safnahús Borgarfjarðar, þar sem starfsmenn Safnahússins og menningarfulltrúi Borgarbyggðar tóku á móti hópnum. Byrjað var á að skoða sýninguna „Börn í 100 ár”. Lengi var dvalið við hana og aðra skylda starfsemi í húsinu og um margt spurt, enda stór hópur menningarfólks hér á ferð. Að þessu loknu fór hópurinn svo í Landnámssetur, snæddi þar hádegisverð og skoðaði landnámssýningarnar tvær. Í lok ferðar átti fólkið svo í vændum að sjá 90. sýninguna á leikverkinu Brák með Brynhildi Guðjónsdóttur.
Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun af hópnum við Safnahús af Guðrúnu Jónsdóttur.

Share: