77. Meistaramót Íslands fór fram í Borgarnesi um helgina og tókst mótið vel, en það var í umsjón Ungmennasambands Borgarfjarðar.
Helstu afreksmenn mótins voru að öðrum ólöstuðum þau Jón Arnar Magnússon og Sunna Gestsdóttir, en Jón Arnar sigraði í öllum sex einstaklingsgreinum sem hann tók þátt í, auk þess sem hann var í sigursveit Breiðabliks í báðum boðhlaupum.
Sunna Gestsdóttir sigraði í öllum fjórum einstaklingsgreinum sem hún tók þátt í og var auk þess í sigursveit UMSS í 4x100m boðhlaupi.
Sunna stökk 17 sm yfir íslandsmeti sínu í langstökki 6.47 metra, en því miður var meðvindur örlítið yfir leyfilegum mörkum til að sá árangur fáist staðfestur, eða 2.1 m/s (má vera 2.0 m/s).
Fríða Rún Þórðardóttir ÍR sigraði þrefallt í millivegalengdahlaupum kvenna.
Hallbera Eiríksdóttir UMSB gerði sér lítið fyrir og vann kringlukast kvenna.
Helstu afreksmenn mótins voru að öðrum ólöstuðum þau Jón Arnar Magnússon og Sunna Gestsdóttir, en Jón Arnar sigraði í öllum sex einstaklingsgreinum sem hann tók þátt í, auk þess sem hann var í sigursveit Breiðabliks í báðum boðhlaupum.
Sunna Gestsdóttir sigraði í öllum fjórum einstaklingsgreinum sem hún tók þátt í og var auk þess í sigursveit UMSS í 4x100m boðhlaupi.
Sunna stökk 17 sm yfir íslandsmeti sínu í langstökki 6.47 metra, en því miður var meðvindur örlítið yfir leyfilegum mörkum til að sá árangur fáist staðfestur, eða 2.1 m/s (má vera 2.0 m/s).
Fríða Rún Þórðardóttir ÍR sigraði þrefallt í millivegalengdahlaupum kvenna.
Hallbera Eiríksdóttir UMSB gerði sér lítið fyrir og vann kringlukast kvenna.
Eitt drengjamet féll á mótinu, Sigurkarl Gústavsson UMSB hljóp 400m á 49.34 sek. og bætti met Björgvins Víkingsonar, sem var 49.50 sek. frá árinu 2001.
Í stigakeppni mótsins sigraði lið FH með samtals 214 stig, lið UMSS varð í öðru sæti með 201 stig og lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 172,5 stig.
ij