MÍ á Skallagrímsvelli um helgina !

júlí 25, 2003
 
Við hvetjum alla Borgfirðinga og gesti héraðsins til að fjölmenna á íþróttamiðstöðvarsvæðið í Borgarnesi helgina 26. – 27. júlí en þá fer fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum þar sem allir bestu frjálsíþróttamenn landsins mæta til keppni.
Þetta er í fyrsta skipti sem mótið fer fram utan höfuðborgarsvæðisins og er það gleðilegt að UMSB skuli glíma við svo verðugt verkefni sem þetta.
 
Að sjálfsögðu hvetjum við okkar keppnisfólk til dáða og mætum á völlinn !
Um 50 starfsmenn UMSB sjá um að mótið standist kröfur og án efa verður mótið mótshöldurum og héraðinu til sóma.
Nýtt forrit sér um að úrslit verða uppfærð á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands jafnóðum og keppnisgreinar klárast. Slóðin er www.fri.is
i.j.
 

Share: