Matjurtagarðar í Borgarbyggð

apríl 27, 2009
Íbúum Borgarbyggðar gefst kostur á að taka á leigu matjurtagarða og rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Matjurtargarðarnir eru við gróðrastöðina Gleym-mér-ei í Borgarnesi og við gömlu loðdýrahúsin á Hvanneyri. Í boði eru tvær stærðir garða í Borgarnesi og þrjár á Hvanneyri. Leiguverð er á bilinu 1 – 5.000 kr. eftir stærð.
Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér matjurtagarð í Borgarnesi eru beðnir að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur hjá Borgarbyggð í síma 433 7100 eða á netfangið bjorg@borgarbyggd.is . Áhugasamir um garð á Hvanneyri hafi samband við Snorra Sigurðsson eða Kára Aðalsteinsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í síma 433 5000 eða á netföngin snorri@lbhi.is eða kari@lbhi.is
Auglýsingu má nálgast hér
 

Share: