Upphaf aðventu í Borgarbyggð

nóvember 24, 2016
Featured image for “Upphaf aðventu í Borgarbyggð”

Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 27. nóvember 2016
Ljós og náttúra Vesturlands – Sýning í Safnahúsi opnuð kl.15.00 Jón R. Hilmarsson sýnir ljósmyndir sem hann hefur tekið á Vesturlandi. Við opnunina mun Alexandra Chernyshova koma fram og boðið verður upp á veitingar.
Jólaljósin tendruð á Kveldúlfsvelli kl. 17.00 Ljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar við Kveldúlfsvöll. Þar mun Geirlaug Jóhannsdóttir formaður byggðarráðs flytja ávarp og tendra jólaljósin. Jólalög verða sungin af Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Grýla og jólasveinarnir koma til byggða og nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða uppá heitt kakó.
Gleðileg hátíð

jolatre-og-kirkja


Share: