Málþing um eignarrétt á landi og þjóðlendulögin verður haldið í Snorrastofu í Reykholti laugardaginn 8. mars. Það hefst kl. 13:00 með ávarpi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Málþingið skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er fjallað um eignarrétt í sögulegu jósi. Í öðrum hluta er fjallað um þjóðlendulögin og eignarréttinn. Endað er síðan á pallborðsumræðum þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Hér má nálgast auglýsingu um dagskrá málþingsins.
Mynd: Björg Gunnarsdóttir.