Almenn sorpflokkun hafin hjá starfsmönnum ráðhússins í Borgarnesi

mars 5, 2008

Í síðustu viku bættust tvær endurvinnslutunnur frá Gámaþjónustunni í sorptunnuhornið við ráðhúsið í Borgarnesi. Almenn sorpflokkun er hafin hjá starfsmönnum ráðhússins og mun miðað við áhugann þess ekki langt að bíða að almennt sorp teljist þar til undantekningar.

Með því að bjóða upp á aðstöðu til sorpflokkunar við ráðhúsið er lagður grunnur að því að draga verulega úr því sorpmagni sem sent er til urðunar í Fíflholt.Í endurvinnslutunnuna mega fara sjö flokkar úrgangs, þ.e. dagblöð, skrifstofupappír, fernur, bylgjupappír, málmar, rafhlöður og plastumbúðir. Flokkaði úrgangurinn er síðan fluttur til Hafnarfjarðar á flokkunarstöð Gámaþjónustunnar og sendur þaðan úr landi til endurvinnslu. Sumt af því sorpi er sent beint á ákveðinn endurvinnslustað en annað fer á evrópskan endurvinnslumarkað þar sem það gengur kaupum og sölum, enda um mikil verðmæti að ræða.
 
Mynd: Ragneiður Stefánsdóttir

Share: