Lokun gámavallar við Háfslæk/Tungulæk

apríl 1, 2016

Í samræmi við skýrslu vinnuhóps um framtíðarskipulag sorphirðu hefur verið ákveðið að fækka enn frekar opnum gámasvæðum í sveitarfélaginu.  Gámar við Háfslæk/Tungulæk verða fjarlægðir á næstu dögum, í síðasta lagi föstudaginn 8. apríl.

 

Gámastöðin við Sólbakka í Borgarnesi er opin virka daga milli kl. 14 og 18 og á laugardögum milli kl. 10 og 14.

 

Tökum ábyrgð á úrganginum okkar og verndum náttúruna!

Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar


Share: