Lokun gatna vegna framkvæmda í Bjargslandi

mars 4, 2020
Featured image for “Lokun gatna vegna framkvæmda í Bjargslandi”

Á síðasta ári var hafist handa við gatna- og fráveituframkvæmdir í Bjargslandi. Skemmst er að segja frá því að framkvæmdum miðar vel áfram. Næsti áfangi snýr að tengja fráveitulagnir við Hrafnaklett og því þarf að loka veginum næstu þrjár vikur skammt frá Fjólukletti.

Biðskýlið við Hrafnaklett, hjá Egilsholti (KB) mun ekki verða notað á meðan. Skólabörn sem búsett eru í Stöðulsholti þurfa að notast við biðskýlið sem er staðsett við Ugluklett. Engin seinkun verður á akstri skólabíls þrátt fyrir lokun Hrafnakletts en notast verður við 50 farþega rútu á meðan á framkvæmdum stendur.

Lokun Hrafnaklett við Fjóluklett hefst frá og með 5.mars og mun standa yfir til 31. mars n.k.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.


Share: