Flokkun í grænu tunnuna

mars 4, 2020
Featured image for “Flokkun í grænu tunnuna”

Endurvinnsluferlið er mismunandi milli sveitarfélaga, litur á tunnu og flokkar í tunnu ræðst af þeim farvegi sem þjónustuaðili sveitarfélagsins hefur fyrir endurvinnsluefnið. Þjónustuaðili Borgarbyggðar er Íslenska Gámafélagið og samkvæmt þeirra ferlum er endurvinnsluúrgangur settur í græna tunnu.

Það má setja allan endurvinnsluúrgang í grænu tunnuna, til dæmis pappír, pappa, mjúkar og harðar plastumbúðir og smærri málmhluti. Auk þess má allt umbúðaplast fara í tunnuna. Það má hins vegar ekki setja harðplast í grænu tunnuna, dæmi um slíkt eru leikföng, tannburstar og frauðplast.

Mikilvægt er að skola allar matarleifar og óhreinindi úr umbúðum en ekki er þörf á ítarlegum þvotti. Þá er ekki nauðsynlegt að þurrka vandlega umbúðirnar heldur dugar að hrista mesta vatnið úr.

Ekki er nauðsynlegt að setja úrganginn í sérstaka poka, en til að nýta plássið í tunnunni sem best er mælt með að brjóta saman kassa, setja margar fernur í eina fernu og stafla saman sambærilegum einingum eins og til dæmis skyrdósum.

Flokkunartöflur fyrir græna tunnuna eru aðgengilegar inn á heimasíðu Borgarbyggðar á þremur tungumálum á íslenskuensku og pólsku.

Auk þess má finna talsvert af fróðlegum upplýsingum inn á heimasíðu Íslenska Gámafélagsins


Share: