Lokanir til að vernda viðkvæma hópa

mars 8, 2020
Featured image for “Lokanir til að vernda viðkvæma hópa”

Föstudaginn 6. mars sl. ákvað Ríkislögreglustjóri að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna Kórónaveirunnar. Í ljósi þess hefur Borgarbyggð ákveðið að loka og skerða starfsemi tímabundið í starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir einstaklinga sem eru í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma.

Eftirfarandi starfsstöðvar Borgarbyggðar verða fyrir áhrifum tímabundið frá og með 9. mars 2020:

Félagsstarf aldraða

Félagsstarfinu að Borgarbraut 65a verður lokað um óákveðinn tíma.

Matnum verður keyrt út til þeirra sem hafa verið að nýta sér það úrræði í félagsstarfinu.

Aldan

Starfsemi Öldunnar verður skert næstu daga. Lokað verður í dósamóttökunni út vikuna (9-13. mars), en vinnustofan verður opin í samráði við starfsmenn. Vakin er athygli á því að búðin mun vera lokuð.

Staðan verður endurmetin daglega miðað við upplýsingar sem berast hverju sinni frá Ríkislögreglustjóra.

Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að huga vel að hreinlætisaðgerðum og forðast mannamót að óþörfu.

 Hér má finna leiðbeiningar landlæknis til viðkvæmra hópa 


Share: