Nýverið kom út bókin Ljóð unga fólksins en í henni er úrval ljóða eftir börn sem tóku þátt í samkeppninni Ljóð unga fólksins 2013. Alls bárust yfir 900 ljóð í keppnina og voru 70 þeirra valin í bókina. Nemendur í 5. – 6. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum sendu inn ljóð. Ljóð Ásdísar Lilju Arnarsdóttur, Bækur, var valið til birtingar í bókinni en Ásdís Lilja er nemandi í 5. bekk skólans. Til hamingju Ásdís Lilja!
Bækur
Textinn streymir áfram
og fellur eins og foss,
af tröllum og köllum
Bækur geta verið
stuttar, líka langar.
Bókin kennir
bókin svæfir
og bókin nennir
að bíða eftir mér.