Litir Borgarness – sýning í Safnahúsi

janúar 6, 2015
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Næstkomandi laugardag kl. 13.00 verður opnuð sýning á verkum Michelle Bird í Safnahúsi. Sýningin heitir Litir Borgarness og er fyrsta sýning listakonunnar hér á landi, en hún er nýflutt til Íslands og býr í Borgarnesi. Michelle hefur einnig stillt upp vinnustofu þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri listamannsins, liti og fleira.
Við bjóðum gesti hjartanlega velkomna til að gleðjast með okkur á laugardaginn, sjá einnig meðfylgjandi auglýsingu.
Með ósk um gott nýtt ár og þökkum fyrir hlýhug og vinsemd til safnanna á árinu sem leið.
Starfsfólk Safnahúss Borgarfjarðar
 
 

Share: