Hirðing jólatrjáa í Borgarnesi

janúar 5, 2015
Nú er 4. flokkur í knattspyrnu karla hjá Skallagrími að safna sér fyrir keppnisferð sem farin verður næsta sumar á Helsinki Cup í Finnlandi. Af því tilefni ætla strákarnir og foreldrar þeirra að safna saman og farga jólatrjám í Borgarnesi helgina 10. og 11. janúar 2015. Ef þú vilt losna við jólatréið og styrkja strákana í leiðinni vinsamlegast sendu tölvupóst á palmi@umsb.is með nafni og heimilisfangi þar sem á að sækja tréið og millifærðu svo 1.000,-kr. á reikning 354-03-402736 kt. 300578-4469 til að staðfesta pöntunina.

Við komum svo um helgina 10. og 11. janúar til að sækja tréið og við biðjum þig að setja það á áberandi stað við lóðarmörk og ganga þannig frá því að sem minnstar líkur séu á að það fjúki.

Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn.

Strákarnir í 4. flokki Skallagríms og foreldrar.
 

Share: