Frá og með deginum í dag, 8. febrúar mun líkamsræktarstöðin opna að nýju að uppfylltum ítarlegum skilyrðum.
Eftirfarandi leiðbeiningar er unnar úr minnisblaði sóttvarnalæknis.
- Hámarksfjöldi í sal eru 20 manns hverju sinni.
- Iðkendur eru beðnir að skrá sig í afgreiðslu og sækja sér teygju.
- Iðkendur eru beðnir að útskrá sig í afgreiðslu og skila teygjunni.
- Við komu í hús skal sótthreinsa hendur og bera grímu þar til æfing hefst og eftir að henni lýkur.
- Iðkendur skulu sótthreins sinn búnað eftir notkun.
- Hver tími er að hámarki 60 mínútur og viðvera hvers iðkanda í húsi er aldrei lengri en 90 mínútur.
- Einungis er hleypt í búningsaðstöðu ef fjöldatakmörkun leyfir.
- Iðkendur skulu virða sóttvarnarhólfin í Íþróttamiðstöðinni.
Brot á sóttvarnarreglum felur í sér tafarlausan brottrekstur úr Íþróttamiðstöðinni.