Lengdur opnunartími sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum

janúar 19, 2018
Featured image for “Lengdur opnunartími sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum”

Á Kleppjárnsreykjum er 25. metra útisundlaug með heitum potti og sólbaðsaðstöðu. Sundlaugin er tilvalin staður að koma á til að vera í rólegheitum og slaka á í notalegu umhverfi.

Opnunartími sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum er sem hér segir frá og með 18. janúar 2018

Alla virka daga frá kl. 8:00-16:00

Fimmtudagskvöld frá kl.19:00-22:00

Sunnudaga frá kl. 13:00-18:00

Sund er án efa útbreiddasta og vinsælasta almennings íþróttin hér á landi. Fólk iðkar sund af ýmsum ástæðum, sumir nota sundið og sundlaugarnar sér til heilsubótar, aðrir til að slaka á, og enn aðrir sækja þangað félagsskap og samveru við annað fólk. Sund er góður, aðgengilegur og ódýr kostur til að bæta heilsuna og vellíðunina.

Íbúar eru hvattir til að nýta sér aukinn opnunartíma.


Share: