Leikskólakennari óskast á leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal

nóvember 29, 2019
Featured image for “Leikskólakennari óskast á leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal”

Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 23  börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára. Óskað er eftir leikskólakennara  sem getur hafið störf í janúar 2020.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara og stefnu sveitarfélagsins

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
  • Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 13. desember nk.

Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064. Umsóknir með ferilsskrá, meðmælendum og öðrum upplýsingum berist til leikskólastjóra á netfangið sjofn@borgarbyggd.is


Share: