Lilja Björg Ágústsdóttir tekur tímabundið við starfi sveitarstjóra

nóvember 28, 2019
Featured image for “Lilja Björg Ágústsdóttir tekur tímabundið við starfi sveitarstjóra”

Meirihluti Byggðarráðs Borgarbyggðar hefur ákveðið að ganga til samninga við Lilju Björgu Ágústsdóttur, forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð um að gegna starfi sveitarstjóra tímabundið. Lilja Björg mun taka við starfinu á meðan unnið er að ráðningarferli nýs sveitarstjóra. Hún mun hefja störf hjá sveitarfélaginu í desember og mun gegna starfi þar til nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn.

 Lilja Björg mun stíga til hliðar sem forseti sveitarstjórnar á meðan hún sinnir störfum sveitarstjóra.

Með ráðningu Lilju er verið að tryggja samfellu í störfum sveitarfélagsins á meðan á ráðningaferli á nýjum sveitarstjóra stendur yfir. Lilja Björg er vel kunnug málefnum sveitarfélagsins og mun taka við þeim verkefnum sem voru á borði fráfarandi sveitarstjóra.

Lilja Björg er grunnskólakennari og lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögmaður undanfarið samhliða sveitarstjórnarstörfum.

Þessi ákvörðun verður lögð fyrir sveitarstjórn 12. desember n.k. til samþykktar.


Share: