Samkvæmt skóladagatali leikskólans átti að vera Leiðtogadagur í Klettaborg á föstudaginn 3. apríl en leikskólinn starfar m.a. eftir hugmyndafræðinni „Leiðtoginn í Mér/The Leader in Me“.
Þar sem öll börn, foreldrar og starfsfólk leikskólans eru heima í sóttkví var ekki mögulegt að hafa leiðtogadaginn í þeirri mynd sem áður hafði verið gert. Ákveðið var samt að gera eitthvað skemmtilegt og hafa búningadag á föstudaginn – saman heima og hafa gaman.
Starfsfólkið setti myndband með kveðjum í ýmsum búningum o.fl. inná Facebook-foreldrasíðuna. Auk þess voru börnin dugleg að setja inn myndir af sér í búningum með kveðjum. Þetta var skemmtilegt framtak og allir aðilar höfðu gaman. Það skapaðist skemmtileg stemningu og allir eru farnir að hlakka til að hittast aftur.