Frestun á gjalddögum fasteignagjalda fyrirtækja

apríl 6, 2020
Featured image for “Frestun á gjalddögum fasteignagjalda fyrirtækja”

Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Þar var meðal annars samþykkt heimild til að fresta gjalddögum  fasteignaskatts.

Þessi samþykkt gildir fyrir þá sem eiga fasteignir sem fasteignaskattur er lagður á skv c-flokki 3. mgr. 3. gr laga um tekjustofna sveitarfélaga. Það eru til dæmis iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús, veitingahús og önnur mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu. Vakin er athygli á að þetta gildir ekki um íbúðarhúsnæði.

Borgarbyggð hefur ákveðið að bjóða þeim aðilum sem eiga fasteignir sem falla undir framangreindan c-flokk að fresta gjalddögum fasteignagjalda um allt að þrjá mánuði

Þeir sem þess óska eru beðnir að senda tölvupóst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is þar sem gefin er ástæða fyrir frestunarbeiðni auk kennitölu eiganda og fastanúmeri fasteignar.

Hægt er að óska eftir frestun frá og með gjalddaganum sem var 15. mars s.l. 


Share: