Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf fulltrúa á umhverfis-og skipulagssviði. Starfshlutfall er100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni eru umsjón með umhverfis-og landbúnaðarmálum,
svo sem sorpmálum, snjómokstri, fjallskilamálum, refa- og minkaeyðingu, opnum svæðum og öðrum tilfallandi verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
• Þekking á staðháttum í Borgarbyggð er kostur
• Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð
• Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
Upplýsingar veitir Guðrún S. Hilmisdóttir í síma 433-7100.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2015.
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið
gudrunh@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja
starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.