Samningur um þjónustumiðstöð UMSB

júní 18, 2015
Þriðjudaginn 16.júní var undirritaður samningur Borgarbyggðar og Ungmennasambands Borgarfjarðar um húsnæði þjónustumiðstöðvar UMSB. Samningurinn kveður á um að Borgarbyggð leggi UMSB til húsnæði við Skallagrímsgötu 7a undir þjónustumiðstöð íþrótta, tómstunda og æskulýðsmála.
Í þjónustumiðstöðinni verða skrifstofur UMSB ásamt því sem Þar verður fundar- og félagsaðstaða allra aðildarfélaga sambandsins. Þjónustumiðstöðin er vel staðsett á íþróttasvæðinu í Borgarnesi og er frábær viðbót við þá aðstöðu sem UMSB og aðildarfélögin geta nýtt sér. Ýmsar hugmyndir eru á teikniborðinu varðandi þjónustumiðstöðina en þar má t.d. nefna að stefnt er að föstum opnunartíma. Það kemur þeim vel sem þurfa að bíða eftir æfingum t.d. börnum sem koma með skólabílum úr dreifbýlinu og þurfa að bíða eftir að æfing hefjist eða bíða eftir heimferð eftir æfingu.
Næstu daga verður húsnæðið málað og snyrt og stefnt er að opna glæsilega þjónustumiðstöð UMSB á Skallagrímsgötunni síðar í sumar.
 
Myndin er af Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra og Pálma Blængssyni framkvæmdastjóra UMSB að undirrita samninginn.
 

Share: