Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði.
Aðstoðarmaðurinn starfar með skipulags- og byggingarfulltrúa við alla almenna meðferð skipulags- og byggingarmála samkvæmt skipulagslögum og lögum um mannvirki svo sem við yfirferð aðaluppdrátta, úttektir, samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira.
Menntunar og hæfniskröfur eru háskólapróf í byggingar-, arkitekta-, eða skipulagsfræðum. Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg. Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2016. Upplýsingar um starfið veitir Guðrún S. Hilmisdóttir í síma 433 7100. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið gudrunh@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.
Sveitarstjóri