Laust staða – sviðsstjóri fjölskyldusviðs

júlí 6, 2015

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Við leitum að öflugum leiðtoga í stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með fræðslumálum, félagsþjónustu og íþrótta- og tómstundamálum.

Verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Yfirumsjón með gerð fjárhags- og starfsáætlana fyrir sviðið og stofnanir þess
  • Yfirstjórn stofnana sem heyra undir sviðið
  • Vinnur að stefnumótun og mannauðsmálum fyrir sviðið og stofnanir þess
  • Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem í gildi eru og heyra undir sviðið

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun á sviði fræðslumála og stjórnunar
  • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar menntastofnana og/eða stjórnsýslu
  • Menntun á sviði mannauðsmála æskileg
  • Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum
  • Reynsla af faglegri forystu og þróunarstarfi í skólum
  • Reynsla af áætlanagerð og opinberri stjórnsýslu
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti

 
Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Nánari upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is og Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is ráðgjafar Hagvangs.
 

Share: