Fulltrúi á umhverfis- og skipulagssvið

júlí 2, 2015
Hrafnhildur Tryggvadóttir hefur verið ráðin fulltrúi á umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar.
Hrafnhildur hefur lokið BS námi frá Landbúnaðarháskóla Íslands í Náttúru-og umhverfisfræði með áherslu á náttúrunýtingu. Hún hefur töluverða þekkingu á umhverfis-og skipulagsmálum meðal annars gegnum störf hjá UMÍS ehf, Environice Umhverfisráðgjöf Ísland og hjá Upplýsinga-og kynningarmiðstöð Vesturlands.
 

Share: