Laust starf verkamanns í áhaldahúsi

mars 18, 2021
Featured image for “Laust starf verkamanns í áhaldahúsi”

Áhaldahús leitar að verkamanni í framtíðarstarf.

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.

Erum við að leita að þér?

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

Starfið felst í vinnu við viðhald vatnsveitna, sorpmála, gatnakerfa og fráveitu með leiðsögn verkstjóra áhaldahússins. Einnig felst í starfinu sláttur, umhirðuverkefni á opnum svæðum, almennt viðhald og ýmsar verklegar framkvæmdir á vegum áhaldahúss.

MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR

  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skilyrði er að starfsmaður hafi náð 18 ára aldri
  • Skilyrði er að starfsmaður hafi ökuréttindi
  • Vinnuvélaréttindi eða iðnmenntun eru æskileg en ekki skilyrði
  • Jákvæðni, frumkvæði, áhugi  og metnaður

FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ

Vinnutími: dagvinna

Starfshlutfall: 100% 

Starfssvið: Stjórnsýslu- og þjónustusvið Borgarbyggðar

Umsóknarfrestur er til og með: 1. apríl 2021.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf 1. maí 2021 eða eftir samkomulagi.

Umsókn skal senda á netfangið: amundi@borgarbyggd.is   Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.  Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillit til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga  við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir Ámundi Sigurðsson verkstjóri í síma 892-5678.

 


Share: