Laust starf skólaliða í Grunnskólanum í Borgarnesi

júní 11, 2020
Featured image for “Laust starf skólaliða í Grunnskólanum í Borgarnesi”

Starf skólaliða í Grunnskólanum í Borgarnesi er laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf sem unnið er á dagvinnutíma. Skólaliði sér um daglega ræstingu og tekur þátt í uppeldisstarfi og öðrum störfum sem fram fara innan skólans. Megin áhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda.

Helstu verkefni:

  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans.
  • Sér um daglega ræstingu skv. nánari lýsingu, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri skv. vinnuáætlun.
  • Hefur umsjón með nemendum í frímínútum og matartímum úti og inni. Einnig í búningsklefum og frístund ef með þarf.
  • Aðstoðar nemendur í leik og starfi og í hléum milli kennslustunda, leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans.

Hæfniskröfur:

  • Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði,
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji,
  • Lipurð og færni í samskiptum,
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur.

Nánari upplýsingar veitir Júlía V. Guðjónsdóttir skólastjóri í síma 433 7400 eða á julia@grunnborg.is

Umsóknarfrestur er til 25. júní 2020 og skulu umsóknir sendar á julia@grunnborg.is

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga.

 


Share: