Laust starf skipulagsfulltúa

september 9, 2020
Featured image for “Laust starf skipulagsfulltúa”

Við leitum eftir sérfræðing til þess að taka þátt í að efla þjónustu sveitarfélagsins. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Viðkomandi mun starfa í samræmi við hlutverk skipulagsfulltrúa í skipulagslögum. Auk þess mun viðkomandi hafa eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum og vinna með skipulagsáætlanir.

Viðkomandi mun heyra undir stjórnsýslu- og þjónustusvið Borgarbyggðar, næsti yfirmaður er deildarstjóri skipulags- og byggingarmála.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón skipulagsmála í sveitarfélaginu
  • Útgáfa framkvæmdarleyfa og gerð umsagna um skipulags- og byggingaerindi
  • Umsjón með grenndarkynningu deiliskipulagsbreytinga og byggingaleyfa
  • Auglýsir skipulagslýsingar og skipulagsbreytingar lögum samkvæmt
  • Undirbúningur funda skipulags- og byggingarnefndar
  • Lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála
  • Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem arkitekt, landslagsarkitekt eða skipulagsfræðingur
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Umsækjandi skal uppfylla menntunar- og hæfniskröfur samkvæmt 7. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013
  • Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Nákvæmni og hæfni í framsetningu efnis.

Umsókn þarf að fylgja yfirlit yfir nám og fyrir störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is – sjá nánar hér.

Borgarbyggð hvetur áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sif Sigurðardóttir á netfangið sveitarstjóri@borgarbyggd.is, í síma 433-7100.

 

 


Share: