Borgarbyggð óskar eftir einstakling í spennandi starf í frístund Borgarnesi
Um er að ræða 100% afleysingarstarf í um 1 ár.
Helstu verkefni
- Daglegur rekstur.
- Skipulagning og umsjón með frístundarstarfi fyrir 1-4 bekk í Borgarnesi.
- Utanumhald yfir skráningar og samskipti við foreldra.
- Skipulagning um utanumhald með sumarfjöri
Menntunar og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla á sviði uppeldis-, félags- eða tómstundamála er kostur.
- Frumkvæði.
- Skipulagshæfileikar.
- Jjákvæðni.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal skilað ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á netfangið david@umsb.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar n.k.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Guðmundsson tómstundafulltrúi Umsb david@umsb.is