Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Erum við að leita að þér?
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Færsla bókhalds.
- Skráning og skönnun aðsendra reikninga, færsla á kostnaðarliði og umsjón með að reikningar fari til samþykktar á viðkomandi aðila.
- Afstemmingar í bókhaldi.
- Eftirlit með aðsendum reikningum.
- Eftirfylgni með að reikningar frá lánadrottnum séu afgreiddir á réttum tíma.
- Afleysingar á öðrum störfum á fjármálasviði.
- Ýmis verkefni sem sviðsstjóri fjármálasviðs felur.
Menntun og hæfniskröfur:
- Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Bókhaldsnám er kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Microsoft Dynamics 365 (Navision) bókhaldskerfi er kostur.
- Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð.
- Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
- Þekking og reynsla sem nýtist í starfi.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið:
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.
Umsóknir skal senda á netfangið atvinna@borgarbyggd.is.- Borgarbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Vinnutími: Dagvinna
Starfshlutfall: 100%
Starfssvið: Fjármálasvið
Umsóknarfrestur er til og með: 19. maí 2021
Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs á netfanginu: eirikur@borgarbyggd.is eða í símanúmer: 433-7100