Laus störf í leikskólanum Hraunborg á Bifröst

júní 7, 2007
Hraunborg er rekinn af Hjallastefnunni og er staðsett í háskólaþorpinu. Síðastliðinn vetur voru 80 börn á aldrinum eins til sex ára í skólanum á kynja og aldursskiptum kjörnum. Leiðarljósið í Hjallastefnustarfi er jákvæður agi, jafnrétti, kærleikur og sköpun.
Í haust vantar frábæra og áhugasama kennara sem vilja vinna með afskaplega skemmtilegum börnum í Hraunborg. Einnig vantar hugmyndaríkan og duglegan kokk til að næra kraftmikila kroppa, stúlkna og drengja.
Þeir starfsmenn sem koma langt að til vinnu fá greiddan bílastyrk til að koma til móts við kostnað. Á vefnum www.hjalli.is/hraunborg. Þar er að finna ýmsan fróðleik um skólann og að auki umsóknareyðublöð fyrir þá sem hafa hug á að sækja um starf.
Upplýsingar gefur Anna María Sverrisdóttir leikskólastjóri í símum 693-5303 eða 453-0077. Einnig má senda póst á annamaria@hjalli.is eða hraunborg@hjalli.is.

Share: