25 ára starfsafmæli

júní 8, 2007
Þann 1. júní sl. átti Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri Borgarbyggðar 25 ára starfsafmæli hjá sveitarfélaginu. Af því tilefni færði samstarfsfólk hans honum blóm og fleiri gjafir. Á meðfylgjandi mynd er Anna Ólafsdóttir að færa honum heillaóskir. Þau Anna og Eiríkur eru meðal reyndustu og traustustu starfsmanna sveitarfélagsins, Anna hóf störf þann 1. desember 1986 og hafði áður starfað í 11 ár hjá Rafveitu Borgarness.
Myndina tók Helgi Helgason.
 

Share: