Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi 2010

apríl 20, 2010
Við Grunnskólann í Borgarnesi eru lausar til umsóknar kennarastöður, meðal kennslugreina eru heimilisfræði, almenn kennsla og erlend tungumál.
Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði uppeldisstefnunnar „Uppeldi til ábyrgðar“, skólinn er „grænfánaskóli“ og er einnig virkur þátttakandi í þróunarverkefninu „Borgarfjarðarbrúin“.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við skólastjóra, Kristján Gíslason (kristgis@grunnborg.is ), í síma 437-1229 eða 898-4569 og fá þannig frekari upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Einnig er bent á heimasíðu skólans, www.grunnborg.is . Umsóknarfrestur er til 26. apríl.
Skólastjóri
 
 

Share: