Lausar kennarastöður við Grunnskólann í Borgarnesi

apríl 5, 2019
Featured image for “Lausar kennarastöður við Grunnskólann í Borgarnesi”

Við leitum að öflugum einstaklingum í umsjónarkennslu frá og með 1. ágúst 2019

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkraftur
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar

Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi og hafa hugrekki til þess að feta nýjar leiðir.

Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður skóli með um 300 nemendur í 1.-10. bekk og tekur virkan þátt í skólasamfélagi Borgarbyggðar. Skólinn er Uppbyggingarskóli ásamt því að vera í teymiskennslu.

Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um störfin. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2019

Umsóknir skal senda til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra á netfangið julia@grunnborg.is og einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 862-1519.


Share: