Fuglabað í Skallagrímsgarði

apríl 5, 2019
Featured image for “Fuglabað í Skallagrímsgarði”

Ánægjulegt er frá því að segja að nú hefur forláta fuglabaði, smíðað af Friðriki Þorvaldssyni, verið komið fyrir í Skallagrímsgarði. Það er Erla Björk Daníelsdóttir og afkomendur hennar sem höfðu frumkvæðið að því að koma fuglabaðinu í góðar hendur vegna flutninga. Erla Björk hefur, ásamt fjölskyldu sinni, varðveitt þennan merkilega grip frá því að hún og eiginmaður hennar keyptu húsið á Borgarbraut 25b.

Friðrik Þorvaldsson gerði fuglabaðið árið 1929 og er það því komið til ára sinna. Hann bjó á þeim tíma á Borgarbraut 25b og fylgdi fuglabaðið garðinum þegar Erla Björk og fjölskylda keyptu húsið. Friðrik var m.a. formaður ungmennafélagsins og einn af þeim sem komu að uppbyggingu Skallagrímsgarðs á sínum tíma. Garðurinn var formlega stofnaður árið 1930.

Starfsmenn áhaldahússins hafa nú komið gripnum fyrir á fallegum stað í rjóðrinu þar sem minnisvarðinn um Friðrik og eiginkonu hans stendur.

Fréttaskot Umhverfis-og skipulagssviðs nr. 20


Share: