Félagsþjónustan í Borgarbyggð auglýsir eftir einstaklingum til að starfa sem liðveitendur. Við leitum að einstaklingum sem náð hafa 18 ára aldri, óháð kyni.
Félagsleg liðveisla er veitt fötluðum börnum frá 6 ára aldri, sem og fullorðnu fötluðu fólki. Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi.
Um er að ræða hlutastarf, oftast seinnipart dags og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi.
Nánari upplýsingar veitir Hrönn Ásgeirsdóttir félagsráðgjafi í síma 433-7100 eða á hronn.asgeirsdottir@borgarbyggd.is