Laus staða leikskólakennara í Hnoðraból

apríl 30, 2021
Featured image for “Laus staða leikskólakennara í Hnoðraból”

Óskað er eftir leikskólakennara í fasta stöðu. Umsækjandi þarf að hafa leyfisbréf til notkunar á starfheitinu kennari með áherslu eða reynslu á leikskólastarfi. Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir til að viðhald og byggja upp öflugt skólasamfélag.

Hnoðraból er í nýju húsnæði  við grunnskólann að Kleppjárnsreykjum  í Reykholtsdal.  Leikskólinn er tveggja deilda og þar  dvelja að jafnaði um 30 börn og  störfum við eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Við skólann starfar samstillt og metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að mæta fjölbreytileika barnahópsins með virðingu og stuðla að vellíðan barna og góðum skólabrag.

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara og stefnu sveitarfélagsins.

MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR

  • Leikskólakennararéttindi
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af menntun og uppeldi leikskólabarna

FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ

Vinnutími: dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Starfsvið: fjölskyldusvið

Umsóknarfrestur: 14. maí. 2021

Miðað er við að starfsmaður geti hafið störf: 5. ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi

Umsókn skal senda á netfangið:atvinna@borgarbyggd.is  Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.  Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga  við viðkomandi stéttarfélag.

Við hvetjum áhugasama um að sækja um óháð kyni og uppruna.

Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064.


Share: