Laus staða aðstoðarmatráðs í Grunnskólanum í Borgarnesi

október 23, 2020
Featured image for “Laus staða aðstoðarmatráðs í Grunnskólanum í Borgarnesi”

Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður skóli með rúmlega 300 nemendur í 1.–10. bekk og tekur virkan þátt í skólasamfélagi Borgarbyggðar.

Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem starfsfólk skólans mynda.

Einstaklingur þarf að geta hafið störf 1. desember 2020. Um 100% starf er að ræða.

Megin verkefni eru:

  • Aðstoð í eldhúsi og í matsal
  • Umsjón með frágangi og þrifum í eldhúsi
  • Þarf að geta leyst matreiðslumann af
  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Reynsla af starfi í eldhúsi æskileg.
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og lausnamiðun.

Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember 2020 n.k.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknir skal senda til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra, julia@grunnborg.is. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 862-1519 eða hjá Snæbirni kokki í síma 778-1602.

 

 

 


Share: