Vegna endurbóta á aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur frá Deildartungu að Borgarnesi og Akranesi verður lægri þrýstingur á heitu vatni á lögninni allri í dag, þriðjudaginn 28. október frá kl. 7.30 til 18.00. Verið er að tengja nýjan 360 metra langan kafla af aðveituæðinni við Varmalæk. Orkuveitan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.