Köttur í óskilum 2008-11-04

nóvember 4, 2008
Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar sótti í gær kött á Bifröst eftir ábendingar frá íbúa á Bifröst sem hefur fengið þennan kött ítrekað í heimsókn undanfarið illa til reika. Kötturinn er hvítur högni með fáeina svarta bletti. Hann er með ól en ekki merktur. Kötturinn er ekki skráður hjá Borgarbyggð og því ekki hægt að sjá hver eigandinn getur verið.
Ef einhver kannast við að eiga þennan kött er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband strax á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-7100 eða á tölvupóstfangið bjorg@borgarbyggd.is Ef enginn hefur vitjað kattarins í vikunni verður hann aflífaður.
 

Share: