Sunnudaginn 14. maí verður kosningafundur í beinni útsendingu úr Borgarfirði á RÁS 1 kl. 14.00 – 15.00. Oddvitar framboðslistanna þriggja sem bjóða fram í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps sitja fyrir svörum.
Frambjóðendur verða spurðir spjörunum úr um málefni sveitarfélagsins, stefnu flokkanna fyrir komandi kjörtímabil, álitamál og ágreiningsefni. Búast má við fjörugum umræðum þar sem margt er að gerast í hinu nýja sveitarfélagi.
Fundurinn verður sendur út úr hljóðveri Útvarps í Borgarnesi.
Þátttakendur verða Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Framsóknarmanna, Bjarki Þorsteinsson oddviti Sjálfstæðismanna og Finnbogi Rögnvaldsson oddviti Borgarlistans.
Umsjónarmaður er Gísli Einarsson fréttamaður og spyrill með honum Áslaug Skúladóttir fréttamaður.
Missið ekki af kosningafundi úr Borgarfirði á Rás 1.