Kántrýkvöld í Óðali

febrúar 17, 2006
 
Í gær fimmtudagskvöld var kántrýkvöld í Óðali og voru leynigestir þeir Orri og Halli sem mættu með gítarinn og söngtexta með sér í Óðal.
Óli Valur prófaði nýja eldljósið sitt og var frábær varðeldastemmning þegar unglingarnir og starfsmenn settust á gólfið í Óðali og sungu brekkusöngva út í eitt við undirleik þeirra félaga og varðeldurinn blakti á bíótjaldinu.
 
 
 
 
 
Línudansarar sáust og mikið fjör var á dansgólfinu þegar gömul kántrýlög voru spiluð, en toppurinn var samt að syngja saman í klukkutíma gamla slagara og ætlaði þakið af Óðali um ellefu leitið en það þarf víst að skipta um það hvort eð er…
Já unglingarnir í Óðali geta svo sannarlega sungið.
 
Frábært kvöld !
ij.
 
 

Share: