Viljayfirlýsing um reiðhöll undirrituð

febrúar 20, 2006
Í dag undirrituðu fulltrúar Hestamannafélagsins Skugga, Hestamannafélagsins Faxa, Hrossaræktarsambandi Vesturlands og Borgarbyggðar viljayfirlýsingu um að standa saman að uppbyggingu reiðhallar á félagssvæði Skugga í Borgarnesi.
 
 
 
 
Sveitarfélagið mun leggja 30. milljónir til verkefnisins og sameiginlega munu hinir aðilarnir leggja fram 10. milljónir með vinnu og fjárframlagi.
Síðan munu þessir aðilar sameiginlega afla þess fjár sem þarf til að koma húsinu í endanlegt horf.
Stofnað verður sérstakt hlutafélaga í eigu áðurnefndra aðila sem eiga mun húsið.
Nýverið samþykkti ríkisstjórnin að leggja 270 milljónir til uppbyggingar reiðahúsa á landsbyggðinni og hafa Borgfirðingar góðar væntingar um að fá stuðning úr þessum sjóði.
i.j.
 

Share: