
Því var farið í undirbúningsvinnu með það að markmiði að gera jólaball fyrir alla íbúa og gesti í Borgarnesi að veruleika. Í framhaldinu fór boltinn að rúlla, Menntaskóli Borgarfjarðar var tilbúinn að taka þátt sem og Lionsklúbburinn Agla.
Því verður alvörujólaball með tilheyrandi söng og dansi, kræsingum og jólasveinum, sunnudaginn 28. desember kl. 11:00 í sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Allir velkomnir, frítt inn, kaffisala á staðnum.
Mynd: Helgi Helgason.