Björgun sels

september 17, 2014
Sel var giftursamlega bjargað, af Margréti Katrínu Guðnadóttur dýrlalækni, fimm meðlimum Björgunarsveitarinnar Brák og HSS verktak, úr sjálfheldu í dag eftir sólarhringsdvöl í Borgarvogi. Hann var dreginn að landi og þá fluttur með gröfu gegnum Borgarnes til sjávar við enda Brákareyjar. Þar var honum gefinn fiskur sem hann reyndar fúlsaði við. Hann synti síðan með hraði út á haf og virtist ekki hafa orðið meint af volkinu öllum viðstöddum til mikillar ánægju.
 

Share: