Íþróttamaður ársins 2018

janúar 7, 2019

Bjarni Guðmann Jónsson, körfuknattleiksmaður og leikmaður Skallagríms, var í dag kjörinn íþróttamaður ársins 2018 við fjölmenna og hátíðlega athöfn í Hjálmakletti.


 


Bjarni er einn af lykilleikmönnum í meistaraflokki Skallagríms í körfuknattleik. Hann átti stóran þátt í því að vinna liðinu sæti í úrvalsdeild síðastliðið vor og hefur stimplað sig inn sem einn efnilegasti körfuknattleiksmaður úr yngri flokki Skallagríms. 


 


Alls voru tólf íþróttamenn tilnefndir og eru önnur úrslit sem hér segir:


 


2. sæti Bjarki Pétursson fyrir golf


 


3. sæti Sigrún Ámundadóttir fyrir körfuknattleik


 


4. sæti Brynjar Snær Pálsson fyrir knattspyrnu


 


5. sæti Helgi Guðjónsson fyrir knattspyrnu


 


Aðrir tilnefndir eru í stafrósröð:


 


Alexandrea Rán Guðnýjardóttir fyrir kraftlyftingar  


 


Anton Elí Einarsson fyrir golf


 


Björg H. Kristófersdóttir fyrir sund


 


Davíð Guðmundsson fyrir körfuknattleik


 


Guðmunda Ólöf Jónasdóttir fyrir sund


 


Randi Holaker fyrir hestaíþróttir


 


Sigursteinn Ásgeirsson fyrir frjálsar íþróttir


 


Kjörgengir eru íþróttamenn 14 ára og eldri sem hafa stundað íþrótt sína með aðildarfélagi UMSB eða átt lögheimili á sambandssvæði UMSB það ár sem kjörið nær til.


 


Ánægjulegt er hversu vel er talað um íþróttamenn frá Borgarbyggð innan vallar sem utan. Mikilvægt er að þeir sýni kurteisi, liðsheild og jákvæðni. Borgarbyggð óskar öllum verðlaunahöfum og tilnefndum íþróttamönnum til hamingju með þær viðurkenningar sem þau hafa hlotið fyrir afrek sín á sviði íþrótta á árinu 2018.


Share: