Hvítur hundur í óskilum

maí 25, 2012
Hundaeftirlitsmaður sunnan Hvítár handsamaði í dag, 25. maí, hund við bæinn Ausu í Andakíl. Ekki hefur tekist að bera kennsl á hundinn. Hann er stór, hvítur og loðinn með mjóa svarta blesu á hausnum.
Eigandi hundsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 435-1415 eða 868-1926. Einnig má hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa í síma 868-0907.
 

Share: