Hreinsun jólatrjáa

janúar 13, 2009
Borgarbyggð mun standa fyrir hreinsun jólatrjáa í Borgarnesi og á Hvanneyri föstudaginn 16. janúar næstkomandi. Íbúar sem enn eiga eftir að losa sig við sín jólatré geta sett þau við lóðarmörk við gangstéttar framan við hús sín og munu þau verða hirt upp þennan dag.
 
Það er HS-verktak í Borgarnesi sem mun annast verkið.
 
 
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

Share: