Nú stendur yfir hreinsunarátak í Borgarbyggð og mun það standa fram yfir miðjan maí. Fyrsta sópun sumarsins á gangstéttum og götum er hafin. Draga þarf töluvert úr þjónustu vegna hreinsunarátaks í ár miðað við fyrri ár og því hvetjum við íbúa og starfsmenn fyrirtækja og stofnana að taka virkan þátt í því að halda sveitarfélaginu hreinu með því að þrífa sitt nánasta umhverfi reglulega. Tökum höndum saman og fegrum umhverfi okkar!
Upplýsingar um gámastöðvar sveitarfélagsins má finna á heimasíðu sveitarfélagsins
www.borgarbyggd.is. Sjá auglýsingu um hreinsunarátak hér.